Landsréttur dómur í máli nr.746;2021
Málsnúmer 202302041
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023
Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða Landsréttar í máli nr. 746/2021 Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. gegn Norðurþingi.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 9. fundur - 23.02.2023
Kynntur dómur Landsréttar í máli sem Hafnasjóður Norðurþings höfðaði gegn Gentle Giants ehf. vegna vangreiddra þjónustugjalda fyrir árin 2008, 2009 og 2015. Dómur féll sl. föstudag, 17. febrúar 2023. Hafnasjóður Norðurþings vann málið fyrir Héraðsdómi, en Landsréttur sneri niðurstöðunni við, sýknaði félagið og gerði sveitarfélaginu að greiða því málskostnað að fjárhæð 3,5 milljónir kr. Landsréttur byggir á því að krafa sveitarfélagsins hafi verið fallin niður vegna fyrningar. Fram kemur að niðurstaðan hafi ekki áhrif á aðrar kröfur Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð unir niðurstöðu Landsréttar þar sem byggt er á því að krafan er fyrnd og hyggst ekki láta reyna á áfrýjun til Hæstaréttar. Málið hefur tekið mikinn tíma og kostað báða aðila málsins umtalsverðar fjárhæðir.
Niðurstaðan hefur ekki áhrif á aðrar kröfur Hafnasjóðs Norðurþings.