Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Garðarsbraut 11
Málsnúmer 202304036
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 153. fundur - 18.04.2023
Sóknarnefnd Húsavíkursóknar óskar byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við Bjarnahús að Garðarsbraut 11. Fyrir liggja teikningar unnar af Bjarna Reykjalín arkitekt. Viðbygging felst í stigahúsi (kjallari, hæð og ris) með lyftu austan á húsið. Jafnframt er óskað samþykkis fyrir nýjum neyðarútgangi á norðurhlið kjallara.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið lóðarhöfum að Garðarsbraut 13, Ketilsbraut 11, 13 og 15 áður en afstaða er tekin til erindisins. Umsækjandi þarf að framvísa umsögnum Minjastofnunar og Vinnueftirlits vegna fyrirhugaðra breytinga hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 155. fundur - 02.05.2023
Á 153. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var fjallað um leyfi til viðbyggingar við Garðarsbraut 11. Þá var byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna erindið. Umsækjandi hefur nú skilað inn skriflegu samþykki nágranna fyrir viðbyggingunni og jafnframt jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.