Stöðuskýrsla um nýtingu vindorku
Málsnúmer 202304066
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 428. fundur - 27.04.2023
Orkuskipti - Samtal um nýtingu vindorku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku.
Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum.
Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum.
Byggðarráð fagnar því að komin sé fram stöðuskýrsla um nýtingu vindorku og hvetur sveitarstjórnarfólk á svæðinu og önnur áhugasöm um að fjölmenna á opinn kynningarfund þann 3.maí nk. á Hótel KEA Akureyri kl 17:00.