Varðandi bílastæðamál á Húsavík sumarið 2023
Málsnúmer 202305058
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023
Heiðar Hrafn Halldórsson og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir koma inn á fund Skipulags- og framkvæmdaráðs f.h. Húsavíkurstofu og kynna hugmyndir um bílastæðamál á Húsavík sumarið 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að útbúa bráðabirgða bílastæði á lóðum á suðurfyllingu með lágmarkstilkostnaði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 158. fundur - 30.05.2023
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnir tillögu um að beina umferð á fjöruveg og að nýju bráðabirgðabílastæði á Suðurfyllingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að beina umferð um fjöruveg að svo stöddu.