Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Fiskeldið að Haukamýri
Málsnúmer 202305107
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 158. fundur - 30.05.2023
Matvælastofnun óskar umsagnar um veitingu rekstrarleyfis til Fiskeldisins Haukamýri ehf vegna landeldis að Haukamýri á Húsavík. Sótt er um leyfi fyrir allt að 850 tonna lífmassa í seiðaeildi og matfiski, regnbogasilungi, bleikju og frjóum laxi. Sérstaklega er óskað eftir umsögn um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings, veitir f.h. Norðurþings, jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfis vegna fiskeldis í Haukamýri.