Fara í efni

Raforkukerfi Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 202306101

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 13. fundur - 29.06.2023

Fyrir Stjórn Hafnasambands Norðurþings liggur frumskýrsla frá Rafeyri vegna úttektar á raforkukerfi Húsavíkurhafnar sem kallað var eftir vegna tæringavandamála hjá bátaeigendum í höfninni.
Eftir skoðun úttektaraðila kom í ljós að ekki er um að ræða útleiðslu úr raforkukerfi hafnarinnar. Jarðtengingum er þó verulega ábótavant víða í raforkukerfinu og kerfið illa í stakk búið til að taka við útleiðslu annarra ef hún er til staðar. Stálþil hafnarkanta og aðrir bátar geta því auðveldlega lent í tæringarvandamálum af völdum útleiðslu frá þeim aðilum sem ekki fylgjast með og bregðast við útleiðsluvandamálum í sínum bátum.

Stjórn Hafnasjóðs hvetur alla báta og skipaeigendur að láta skoða landtengingar hjá sér og bregðast við með viðeigandi hætti ef um útleiðslu er að ræða svo hún valdi ekki tjóni hjá öðrum.

Stjórn Hafnasjóðs mun einnig vinna að úrbótum á raforkukefi hafnarinnar til að lágmarka skaða af völdum útleiðslu á hafnarsvæðum Húsavíkurhafnar. Það eitt og sér mun þó ekki koma alfarið í veg fyrir tjón og þurfa allir aðilar ávallt að huga að ástandi sinna báta.