Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu
Málsnúmer 202308032
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 439. fundur - 31.08.2023
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni: Þann 7. júní sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.
Í ljósi þess að skattaumhverfi orkuvinnslu snertir marga aðila hefur starfshópurinn ákveðið í upphafi vinnunnar að gefa hagsmunaaðilum og öðrum aðilum kost á því að koma að ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins sem stutt geta við vinnu hópsins vegna skoðunar á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.
Málið er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og frestur til að skila umsögnum er 31. ágúst.
Í ljósi þess að skattaumhverfi orkuvinnslu snertir marga aðila hefur starfshópurinn ákveðið í upphafi vinnunnar að gefa hagsmunaaðilum og öðrum aðilum kost á því að koma að ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins sem stutt geta við vinnu hópsins vegna skoðunar á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.
Málið er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og frestur til að skila umsögnum er 31. ágúst.
Ráðið leggur áherslu á að nærsamfélagið njóti sanngjarns ávinnings vegna nýtingar orkuauðlinda og að tekið verði tillit til orkumannvirkja og meginflutningslína í þeim málum.