FabLab Húsavík óskar eftir að kynna starfsemina og leggja fram greinargerð ársins 2022
Málsnúmer 202308054
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 439. fundur - 31.08.2023
Með fundarboði fylgir ársskýrsla Fab Lab Húsavík 2022 sem send er samkvæmt 4.gr. samnings við Norðurþing frá 1. maí 2022. Skv. greininni greiðir Norðurþing 5 mkr árlegt rekstrarframlag til FabLab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að lokinni kynningu og greinargerð sem er lögð fyrir byggðarráð um starfsemi undangengins árs.
Á fund byggðarráðs mætir Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnisstjóri Fab Lab Húsavík og kynnir starfsemina. Einnig situr fundinn undir þessum lið Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.
Á fund byggðarráðs mætir Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnisstjóri Fab Lab Húsavík og kynnir starfsemina. Einnig situr fundinn undir þessum lið Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.
Byggðarráð þakkar Stefáni Pétri og Lilju Berglindi fyrir greinagóða kynningu á starfsemi Fab Lab Húsavík.