Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 202309047
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 162. fundur - 12.09.2023
Til kynningar er breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra
Norðurþing hefur átt í árangursríku samstarfi við forvarnarfulltrúa um fyrirbyggjandi aðgerðir og telur mikilvægt í ljósi framkvæmdar og innleiðingar farsældarlaga að framhald verði á starfi forvarnarfulltrúa til að tryggja aðkomu lögreglunnar að málum sem snúa að farsæld barna og virkt samstarf við sveitarfélögin.