Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu vegna tjaldsvæðis á Húsavík.
Byggðarráð þakkar stjórn Húsavíkurstofu fyrir erindið. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur nú þegar falið sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka saman minnisblað um ástand tjaldsvæða og gistináttafjölda í sumar. Nú liggur fyrir að samningur sem gerður var við íþróttafélagið Völsung um rekstur á tjaldsvæðinu er að renna sitt skeið. Það er vilji byggðarráðs að ráðast í nauðsynlegar og aðkallandi endurbætur strax í vetur og bjóða reksturinn út.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur nú þegar falið sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka saman minnisblað um ástand tjaldsvæða og gistináttafjölda í sumar. Nú liggur fyrir að samningur sem gerður var við íþróttafélagið Völsung um rekstur á tjaldsvæðinu er að renna sitt skeið. Það er vilji byggðarráðs að ráðast í nauðsynlegar og aðkallandi endurbætur strax í vetur og bjóða reksturinn út.