Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
Málsnúmer 202309131
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 443. fundur - 05.10.2023
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Umhverfis-, orku- og loflagsráðuneytinu um innviði fyrir orkuskipti.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði þar sem vinna við aðalskipulag er í gangi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 170. fundur - 10.10.2023
Fyrir liggur bréf Stjórnarráðs Íslands, dags. 26. september s.l. þar sem sveitarfélög eru minnt á hlutverk sitt gagnvart orkuskiptum í samgöngum á landi. M.a. er minnt á að staðarval fyrir lóðir undir hraðhleðslustöðvar fyrir smáa og stóra bíla er mikilvægt skipulagsmál. Á 443. fundi byggðarráðs 5.10.23, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði þar sem vinna við aðalskipulag er í gangi.
Bréf lagt fram til kynningar.