Beiðni um umsögn vegna breytingu á grunnvatnstöku á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit
Málsnúmer 202310017
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 170. fundur - 10.10.2023
Landsvirkjun á og rekur Þeistareykjastöð á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit sem er jarðvarmavirkjun með 90 MWe að uppsettu afli. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir allt að 200 MWe jarðhitavirkjun lauk árið 2010 þar sem gert er ráð fyrir vinnslu grunnvatns sem nemur 100 L/s. Landsvirkjun telur, í ljósi reynslunnar af rekstri núverandi Þeistareykjastöðvar og vinnu við undirbúning fyrir stækkun hennar í 200 MWe, að þörf sé á aukinni vatnsöflun umfram það sem umhverfismat framkvæmdarinnar gerði ráð fyrir eða allt að 300 L/s. Fyrir liggur fyrirspurn framkvæmdaaðila um matsskyldu.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tekur undir sjónarmið framkvæmdaaðila um að umhverfisáhrif aukningar grunnvatnstöku í allt að 300 l/s verði ekki umtalsverð og að framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.