Ósk um að viðburðarhald og notkun á aðstöðu á Húsavíkurhöfn
Málsnúmer 202310053
Vakta málsnúmerStjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 16. fundur - 13.10.2023
Fyrir hönd félaganna Hringleiks, Pilkington Props, MurMur Productions í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík óska framleiðandi og listrænir stjórnendur sýningarinnar Sæskrímslin, eftir vilyrði til þess að setja upp nýtt íslenskt götuleikhús um íslensk sæskrímsli á hafnarsvæði Húsavíkur.
Óskað er eftir vilyrði frá stjórn hafnarsjóðs fyrir sýningardegi á höfninni og afnot af svæðinu miðvikudaginn 12. júní 2024 auk æfinga þriðjudaginn 11. júní.
Óskað er eftir vilyrði frá stjórn hafnarsjóðs fyrir sýningardegi á höfninni og afnot af svæðinu miðvikudaginn 12. júní 2024 auk æfinga þriðjudaginn 11. júní.
Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að vera í sambandi við skipuleggjendur um afnot af svæðinu.