Ósk um samstarf - Umsókn til Framkvæmdasjóðs Ferðamannastaða bætt aðgengi að Selaskoðunarskýli við Bakkahlaup
Málsnúmer 202310100
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 171. fundur - 23.10.2023
Fuglastígur á Norðausturlandi óskar eftir samstarfi við Norðurþing vegna styrkumsóknar til Framkvæmdasjóðs Ferðamannastaða. Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að samstarfssamningi milli Fuglastígs og Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að uppfæra samninginn og ganga frá undirritun fyrir hönd Norðurþings.