Fara í efni

Verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs 2024

Málsnúmer 202311119

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 176. fundur - 05.12.2023

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að Norðurþing sæki um þátttöku í verkefninu og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að sækja um fyrir 7. desember.


Skipulags- og framkvæmdaráð - 178. fundur - 09.01.2024

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsti í lok nóvember 2023 eftir áhugasömum sveitarfélögum til að taka þátt í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga í úrgangsstjórnun og sóttist Norðurþing eftir þátttöku. Eftir yfirferð umsókna hafa sveitarfélögin Garðabær, Ísafjörður, Rangárþing eystra, Skagafjörður og Suðurnesjabær verið valin til þátttöku en sveitarfélög sem ekki voru valin býðst að taka þátt í bakhópi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir að Norðurþing taki þátt í bakhópi sveitarfélaga í verkefninu.