Íslenska æskulýðsrannsóknin 2023
Málsnúmer 202312033
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 172. fundur - 12.12.2023
Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir meðal nemenda í 4.-10. bekk fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr.70/2007. Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um upplifun barna og ungmenna af ýmsum þáttum sem tengjast eigin velferð. Niðurstöður á hverjum tíma skapa aðstæður til að bregðast við með snemmbæru inngripi og stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra eins og kveðið er á um í löggjöf um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.Niðurstöðuskýrsla úr könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2023 í grunnskólum Norðurþings er nú lögð fram til kynningar í fjölskylduráði Norðurþings.
Fjölskylduráð óskar eftir að fá kynningu frá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands á niðurstöðum rannsóknarinnar á fyrstu vikum nýs árs.