Beiðni um stöðuleyfi fyrir sæþotuaðstöðu við Húsavíkurhöfn 2024
Málsnúmer 202401026
Vakta málsnúmerStjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 19. fundur - 24.01.2024
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur erindi frá fyrirtækinu Skjálfandi Adventure Húsavík þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðstöðu við hliðina á rampinum við Naustagarð í sumar fyrir sæþoturekstur. Tímabilið sem sótt er um er frá byrjun maí og út október.
Einnig er til framtíðar óskað eftir stöðuleyfi fyrir þjónustuhús fyrir reksturinn sem staðsett yrði á Naustagarðskanti.
Einnig er til framtíðar óskað eftir stöðuleyfi fyrir þjónustuhús fyrir reksturinn sem staðsett yrði á Naustagarðskanti.
Stjórn Hafnasjóðs er áhugasöm um að tryggja fyrirtækinu aðstöðu við Húsavíkurhöfn og felur hafnastjóra að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins um lausnir.