Fyrir sveitarstjórn liggur umræða sem tengist yfirstandandi kjaraviðræðum og gjaldskrárhækkunum.
Til máls tók: Katrín og Hjálmar.
Sveitarstjórn Norðurþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er að mati sveitarstjórnar Norðurþings allra hagur að það takist að koma böndum á verðbólguna sem knýr áfram háa vexti og verðlag í landinu um þessar mundir. Ef í burðarliðnum er sátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsfólks á almenna markaðnum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er sveitarstjórn Norðurþings reiðubúin að leggja sitt að mörkum og endurskoða orðnar og fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir. Það er hagur íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins að verðlag sé stöðugt og fyrirsjáanleiki sé til lengri tíma en verið hefur síðustu misseri. Sveitarstjórn minnir á að innan samstæðunnar eru einingar á borð við sorphreinsun. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því.
Það er vilji sveitarstjórnar að slík sátt nái fram að ganga í komandi kjarasamningum sem yrðu þá til lengri tíma. Sveitarstjórn Norðurþings mun ekki skorast undan þeirri ábyrgð að leggja sitt að mörkum um að svo megi verða.
Sveitarstjórn Norðurþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er að mati sveitarstjórnar Norðurþings allra hagur að það takist að koma böndum á verðbólguna sem knýr áfram háa vexti og verðlag í landinu um þessar mundir. Ef í burðarliðnum er sátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsfólks á almenna markaðnum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er sveitarstjórn Norðurþings reiðubúin að leggja sitt að mörkum og endurskoða orðnar og fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir. Það er hagur íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins að verðlag sé stöðugt og fyrirsjáanleiki sé til lengri tíma en verið hefur síðustu misseri. Sveitarstjórn minnir á að innan samstæðunnar eru einingar á borð við sorphreinsun. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því.
Það er vilji sveitarstjórnar að slík sátt nái fram að ganga í komandi kjarasamningum sem yrðu þá til lengri tíma. Sveitarstjórn Norðurþings mun ekki skorast undan þeirri ábyrgð að leggja sitt að mörkum um að svo megi verða.