Umsókn um lóð fyrir verslunarmiðstöð í landi Húsavíkur við Norðausturveg
Málsnúmer 202401095
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 179. fundur - 23.01.2024
Ásgeir Ásgeirsson, f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf., óskar eftir lóð undir nýja verslunarmiðstöð við Norðausturveg sunnan Þorvaldsstaðaár eins og nánar kemur fram í kynningargögnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýst vel á framlagðar hugmyndir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við skipulag svæðisins. Ráðið hefur verið upplýst um túnblett sem er á erfðafestu og er að hluta til á fyrirhuguðu skipulagssvæði.