Umsókn um leyfi fyrir framkvæmdum við lýsistanka á Raufarhöfn
Málsnúmer 202404020
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 185. fundur - 09.04.2024
Nanna Steina Höskuldsdóttir, f.h. Norðurþings, sækir um leyfi til að setja tvær hurðir í hvorn lýsistankinn við Aðalbraut á Raufarhöfn. Ennfremur er óskað leyfis að gera göngustíg frá Aðalbraut að tönkunum. Meðfylgjandi erindi eru rissmyndir sem sýna staðsetningar hurða og fyrirhugaða legu göngustígs.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.