Umsókn um byggingarleyfi fyrir hænsnaskýli við Bakkagötu 20
Málsnúmer 202404023
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 185. fundur - 09.04.2024
Thomas Helmig og Cornelia Spandau óska byggingarleyfis fyrir hænsnaskýli og útigerði við Bakkagötu 20 á Kópaskeri. Fyrir liggja rissmyndir af skýli og gerði. Ennfremur liggur fyrir skriflegt samþykki nágranna á þremur nærliggjandi lóðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar ekki uppbyggingu á hænsnaskýlinu á þeim stað sem það er teiknað vegna nálægðar við óbyggða lóð að Drafnargötu 1.