Tillaga um lækkun á gjaldskrár OH
Málsnúmer 202404046
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 252. fundur - 22.04.2024
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur eftirfarandi tillaga:
Undirritaður leggur til að gjaldskrárhækkun Orkuveitu Húsavíkur ohf verði lækkuð úr 5,0% í 3,5% fyrir árið 2024. Þetta er í samræmi við tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga sem lögð voru fram í tengslum við nýlega samþykkta kjarasamninga á vinnumarkaði sem miða að lækkun á verðbólgu og vöxtum. Orkuveitan er auk þess í góðri stöðu til að lækka aðeins gjaldskrárhækkun til íbúa sveitarfélagsins í ljósi mjög sterkrar fjárhagslegrar stöðu".
Valdimar Halldórsson.
Undirritaður leggur til að gjaldskrárhækkun Orkuveitu Húsavíkur ohf verði lækkuð úr 5,0% í 3,5% fyrir árið 2024. Þetta er í samræmi við tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga sem lögð voru fram í tengslum við nýlega samþykkta kjarasamninga á vinnumarkaði sem miða að lækkun á verðbólgu og vöxtum. Orkuveitan er auk þess í góðri stöðu til að lækka aðeins gjaldskrárhækkun til íbúa sveitarfélagsins í ljósi mjög sterkrar fjárhagslegrar stöðu".
Valdimar Halldórsson.
Það er mat meirihlutar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. að ekki sé tilefni til að breyta af stefnu og verða því þær hækkanir sem samþykktar voru á 249. fundi stjórnar Orkuveitunnar þann 14. október, 2023, óbreyttar.
Valdimar Halldórsson óskar bókað eftirfarandi:
Með því að lækka ekki gjaldskrárhækkun Orkuveitu Húsavíkur niður í 3,5% eins og mælst er til af aðilum vinnumarkaðarins og Sambandi sveitarfélaga í tengslum við kjarasamningagerð mun hægja á því að vextir og verðbólga lækki. Það eru ekki góð skilaboð í því.
Valdimar Halldórsson