Ósk um frávik frá byggingarskilmálum fyrir Lyngholt 42-52
Málsnúmer 202404110
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 188. fundur - 07.05.2024
Guðmundur Gunnar Guðnason, f.h. lóðarhafa, óskar heimildar til frávika frá gildandi deiliskipulagi vegna uppbyggingar raðhúss að Lyngholti 42-52. Gildandi deiliskipulag fyrirskrifar að steypa skuli botnplötu í hús á svæðinu. Þess er óskað að fá leyfi til að byggja húsið að Lyngholti 42-52 með léttu berandi timburgólfi. Fyrir liggja aðalteikningar af raðhúsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu með því fráviki frá deiliskipulagi sem tilgreint er í erindi.