Fara í efni

Umsókn um malartöku við Hrossabeinshól

Málsnúmer 202405096

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024

Sigurður Árnason óskar heimildar til að taka allt að 5.000 m3 af efni úr frágenginni efnisnámu við Hrossabeinshól í óskiptu landi Presthóla og Katastaða. Horft er til þess að vinna efnið alfarið í þegar röskuðu landi og ganga frá námunni eftir efnistökuna.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulagsfulltrúa að samþykkja efnistöku upp á allt að 5.000 m3. Eftirlit með efnistöku og lokafrágangi hennar verði í höndum skipulagsfulltrúa.