Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ný birt fasteignamat vegna ársins 2025.
Hafrún leggur fram eftirfarandi tillögu: Nú liggur fyrir að fasteignamat á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu er að hækka um 13% á milli ára. Í ljósi þess legg ég til að fjármálastjóra verði falið að taka saman gögn um möguleikann á því að lækka álagningarprósentu á íbúðarhúsnæði til að koma til móts við þessa hækkun og þau gögn muni liggja fyrir í haust við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
Nú liggur fyrir að fasteignamat á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu er að hækka um 13% á milli ára. Í ljósi þess legg ég til að fjármálastjóra verði falið að taka saman gögn um möguleikann á því að lækka álagningarprósentu á íbúðarhúsnæði til að koma til móts við þessa hækkun og þau gögn muni liggja fyrir í haust við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða.