Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla
Málsnúmer 202406063
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024
Jafnréttisstofa vekur athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga til að brúa bilið sem myndast þegar foreldrar hafa fullnýtt fæðingarorlofsrétt sinn og þangað til barn fær dvöl á leikskóla.
Fjölskylduráð fagnar því að Alþingi hafi ákveðið að fæðingarorlofsgreiðslur skyldu hækkaðar en hvetur til þess að fæðingarorlof verði lengt í 18 mánuði með hagsmuni barna í forgrunni.