Fara í efni

Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 202406063

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024

Jafnréttisstofa vekur athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga til að brúa bilið sem myndast þegar foreldrar hafa fullnýtt fæðingarorlofsrétt sinn og þangað til barn fær dvöl á leikskóla.
Í Norðurþingi eru starfræktir þrír leikskólar. Hingað til hefur verið hægt að bjóða foreldrum upp á leikskólavist frá u.þ.b. 12 mánaða aldri. Sveitarfélagið Norðurþing gengur nú í gegnum vaxtartímabil þar sem íbúum fjölgar og leikskólabörnum þar með. Við það mun skapast tímabundin staða þar sem foreldrar barna sem fædd eru fyrri hluta árs geta ekki með fullri vissu gengið að leikskólaplássi við 12 mánaða aldur sem vísu. Sveitarfélagið hefur brugðist við þessari þjónustuskerðingu með því að greiða foreldrum heimgreiðslur að upphæð 150.000 kr. á mánuði. Þá hefur sveitarfélagið hafið undirbúning að byggingu nýs leikskóla.

Fjölskylduráð fagnar því að Alþingi hafi ákveðið að fæðingarorlofsgreiðslur skyldu hækkaðar en hvetur til þess að fæðingarorlof verði lengt í 18 mánuði með hagsmuni barna í forgrunni.