Sundlaugin í Lundi - rekstur sumarið 2024
Málsnúmer 202407040
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur til umræðu rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2024 en borist hefur tilboð í rekstur laugarinnar í u.þ.b. einn mánuð.
Vegna ástands sundlaugarinnar sér fjölskylduráð sér ekki fært að hafa laugina opna í sumar fyrir almenning. Skipulags- og framkvæmdaráð telur enn fremur ekki forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald á lauginni að svo stöddu samanber bókun ráðsins frá 14. maí sl.
Þá hefur byggðarráð falið sveitarstjóra að fá uppfærða kostnaðaráætlun vegna byggingar á nýrri sundlaug í Lundi og mun hún liggja fyrir á haustdögum í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar.