Landsvirkjun sækir um leyfi til borunar vöktunarholu sunnan Höskuldsvatns
Málsnúmer 202407042
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024
Landsvirkjun óskar eftir heimild til borunar vöktunarholu sunnan Höskuldsvatns í Norðurþingi. Afstaða fyrirhugaðrar holu er sýnd á uppdrætti. Hún yrði 15-20 m frá vegbrún og aðkoma að henni frá fyrirliggjandi slóða. Borun færi fram af röskuðu svæði en jafna þyrfti undir bor. Gert er ráð fyrir að holan verði fóðruð með 7" fóðringu og boruð niður á 70 m dýpi. Að verki loknu muni holutoppur standa upp úr jöfnuðu plani um því sem næst 40 cm. Framkvæmdaaðili hefur haft samráð við landeigendur að Skarðaborg, Skörðum og Einarsstöðum sem munu hafa samþykkt framkvæmdina fyrir sitt leiti. Ennfremur hefur verið haft samráð við Vegagerðina sem ekki hefur athugasemdir við framkvæmdina.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykki erindið með þeim fyrirvara að skriflegu samþykki landeigenda verði skilað til byggingarfulltrúa.