Erindi til Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna orkukaupa
Málsnúmer 202412006
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 262. fundur - 24.01.2025
Íslandsþari ehf. óskar eftir að fá að kynna fyrirhugaða framkvæmd stórþaravinnslu á Húsavík fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og í kjölfarið hefja viðræður um orkukaup.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 263. fundur - 24.02.2025
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur ákvörðun um fyrirhugaða sölu á heitu vatni til Íslandsþara ehf. til þurrkunar á stórþara við suðurfjöru á Húsavík.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. frestar ákvörðun í málinu og felur rekstrarstjóra að eiga samtal við Íslandsþara um framhald verkefnisins um nýtingu á heitu vatni til þurrkunar í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir.
Stjórn felur rekstrarstjóra að vinna tillögur úr greinagerð Vatnaskila verkfræðistofu sem verða lagðar til grundvallar frekari samningsviðræðna við Íslandsþara ehf.