Þjóðleikhúsið á leikferð um landið - sýning fyrir ungt fólk - Orri Óstöðvandi
Málsnúmer 202501070
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 208. fundur - 04.02.2025
Þjóðleikhúsið leggur af stað í leikferð um landið með "Orri Óstöðvandi". Þjóðleikhúsið býður nemendum á miðstigi grunnskóla á sýninguna. Sýningin er öllum gestum að kostnaðarlausu. Áætlað er að sýna á Húsavík 21. maí.
Óskað er eftir aðstoð frá Norðurþingi við að útvega sýningarrými, gistingu og mögulega afnot af skólarútum fyrir ferð barnanna frá Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar til Húsavíkur.
Óskað er eftir aðstoð frá Norðurþingi við að útvega sýningarrými, gistingu og mögulega afnot af skólarútum fyrir ferð barnanna frá Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar til Húsavíkur.
Fjölskylduráð samþykkir að útvega sýningarrými, gistingu og rútu fyrir ferðir barna af miðstigi frá Öxarfjarðarskóla. Ekki eru börn á miðstigi í Grunnskóla Raufarhafnar á þessu skólaári.