Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025
Málsnúmer 202501087
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 208. fundur - 04.02.2025
Örlygur Hnefill Örlygsson sækir um 100.000 króna styrk frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings fyrir myndlistarsýningu á verkum Tryggva Ólafssonar og Thors Vilhjálmssonar sem opnar í Safnahúsinu á Húsavík á Mærudögum 2025.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 70.000 kr.