Erindi frá Völsungi og Borgarhólsskóla - Gæsla í búningsklefum
Málsnúmer 202501093
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 208. fundur - 04.02.2025
Fjölskylduráði hefur borist erindi frá Völsungi og Borgarhólsskóla um ósk um endurskoðun á mönnun í íþróttahöllinni vegna gæslu í búningsklefum.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að eiga samtal við Völsung og Borgarhólsskóla um útfærslur á klefagæslu í íþróttamannvirkjum á Húsavík.