Fara í efni

Erindi Ungmennaráðs SSNE um umferðaröryggi í Norðurþingi

Málsnúmer 202501100

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 209. fundur - 04.02.2025

Tekið fyrir erindi frá ungmennum á Raufarhöfn sem tóku þátt í Ungmennaþingi SSNE í október 2024. Í erindinu er þess óskað að sveitarstjórn taki til formlegrar afgreiðslu óskir þeirra til bætts umferðaröryggis í okkar sveitarfélagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ungmennum á Raufarhöfn fyrir erindið og greinagóðar tillögur er varða bætt umferðaröryggi á Raufarhöfn. Tillögurnar eru vel unnar og verða hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnu og framkvæmdir í sveitarfélaginu á næstu árum.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka hugmyndir um gangbrautir á þjóðveginum gegnum Raufarhöfn til umræðu við umferðaröryggisdeild Vegagerðarinnar á næsta samráðsfundi.