Fara í efni

Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhúsið á Litlu-Reykjum

Málsnúmer 202501122

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 209. fundur - 04.02.2025

Hákon Jensson, f.h. Þráins Ómars Sigtryggsonar landeiganda, óskar samþykki fyrir stofnun lóðar utan um íbúðarhúsið að Litlu-Reykjum. Lóðin fái heitið Litlu-Reykir 2. Meðfylgjandi erindi er tillaga að merkjalýsingu unnin af Hákoni Jenssyni merkjalýsanda. Lóðin er hnitsett á uppdrætti, 9.769,0 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt og að lóðin fái heitið Litlu-Reykir 2.

Sveitarstjórn Norðurþings - 151. fundur - 27.02.2025

Á 209. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt og að lóðin fái heitið Litlu-Reykir 2.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.