Fara í efni

Hultin ehf.sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á Röndinni, Kópaskeri

Málsnúmer 202501124

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 209. fundur - 04.02.2025

Hultin ehf óskar stöðuleyfis fyrir tveimur 12 m gámum sem komið verði fyrir með 12 m millibili á Röndinni á Kópaskeri. Þak yrði byggt yfir gámana til að skapa skýlt svæði. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af fyrirkomulagi og óskaðri staðsetningu. Heildarhæð þaks er 5,47 m.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á stöðuleyfi fyrir gámunum tveimur og þaki á milli þeirra til loka febrúar 2026. Nánari staðsetning verði ákvörðuð á staðnum í samráði við sviðsstjóra.