Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 378. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 5 "Hraðið-Nýsköpunarsetur óskar eftir aðkomu Norðurþings vegna FabLab Húsavík": Aldey.
Sveitarstjórn Norðurþings lýsir mikilli ánægju með metnaðarfullt uppbyggingarstarf þekkingar- og nýsköpunarklasa sem er í gangi á Hafnarstétt á Húsavík. Um er að ræða samfélagslegt verkefni sem byggir á verðmætri samvinnu milli annars vegar einkaaðila úr heimahéraði, sem fara með húsnæðiseign og -framkvæmdir, og hins vegar stofnana á sviði nýsköpunar, rannsókna og menntamála. Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á það að ríkisvaldið tryggi grunnfjármögnun þeirra innviða sem um ræðir innan þekkingarklasans, enda falli starfsemi af þessu tagi með augljósum hætti undir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Sveitarstjórn Norðurþings lýsir mikilli ánægju með metnaðarfullt uppbyggingarstarf þekkingar- og nýsköpunarklasa sem er í gangi á Hafnarstétt á Húsavík. Um er að ræða samfélagslegt verkefni sem byggir á verðmætri samvinnu milli annars vegar einkaaðila úr heimahéraði, sem fara með húsnæðiseign og -framkvæmdir, og hins vegar stofnana á sviði nýsköpunar, rannsókna og menntamála.
Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á það að ríkisvaldið tryggi grunnfjármögnun þeirra innviða sem um ræðir innan þekkingarklasans, enda falli starfsemi af þessu tagi með augljósum hætti undir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.