Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 137. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 5 "Húsnæði fyrir frístund barna": Benóný, Eiður, Soffía og Aldey.
Fulltrúar M, S og V lista óska bókað: Fyrirhuguð viðbygging við íþróttahúsið á Húsavík sem hýsa á m.a starf frístundar er að okkar mati ekki góð framkvæmd. Þessi viðbygging mun hefta verulega til framtíðar alla stækkunarmöguleika á húsinu til íþróttaiðkunar. Eins hafa vaknað efasemdir um staðsetninguna þar sem hagsmunaaðilar hafa lýst þeirri skoðun sinni að betur færi að þessi starfsemi væri tengd grunnskólanum. Því teljum við að sú hugmynd að byggja við mötuneyti Borgarhólsskóla þá norðan við og byggt í austur sé betur fallin til að sætta flest sjónarmið og sannarlega gera framtíðaruppbyggingu íþróttahússins mögulega, við skorum á meirihlutann að skoða þessa hugmynd vel og vandlega með framtíðina í huga.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fulltrúar M, S og V lista óska bókað:
Fyrirhuguð viðbygging við íþróttahúsið á Húsavík sem hýsa á m.a starf frístundar er að okkar mati ekki góð framkvæmd. Þessi viðbygging mun hefta verulega til framtíðar alla stækkunarmöguleika á húsinu til íþróttaiðkunar. Eins hafa vaknað efasemdir um staðsetninguna þar sem hagsmunaaðilar hafa lýst þeirri skoðun sinni að betur færi að þessi starfsemi væri tengd grunnskólanum. Því teljum við að sú hugmynd að byggja við mötuneyti Borgarhólsskóla þá norðan við og byggt í austur sé betur fallin til að sætta flest sjónarmið og sannarlega gera framtíðaruppbyggingu íþróttahússins mögulega, við skorum á meirihlutann að skoða þessa hugmynd vel og vandlega með framtíðina í huga.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.