Reglur Íþróttamannvirkja Norðurþings vegna COVID-19
06.10.2020
Tilkynningar
Reglur íþróttamannvirkja
Sundlaugar:
- Sundlaug Húsavíkur – hámarksfjöldi í laug er 50 manns
- Sundlaug Raufarhafnar – hámarksfjöldi í laug er 20 manns
Líkamsræktarstöðvar:
- Líkamsræktarstöðvar á Raufarhöfn og á Kópaskeri eru lokaðar þangað til annað verður ákveðið.
Íþróttahús (Húsavík, Lundur, Kópasker og Raufarhöfn):
- Íþróttahús eru eingöngu opin fyrir skipulagt starf ungmenna undir handleiðslu íþróttafélaga.
- Undanskilið er starf meistaraflokka sem eru bundin almennum ákvæðum með fjöldatakmarkanir og almennar sóttvarnir.
- Tímar í líkamsrækt og almenna hreyfingu fyrir fullorðna falla niður þangað til annað er ákveðið.
- Tímar áhugahópa í fótbolta, blaki, boccia, badminton o.s.frv. falla niður þangað til annað er ákveðið.
- Íþróttaskóli og hópar sem þurfa á aðstoð foreldra að halda geta farið fram að því gefnu að almennar fjöldatakmarkanir séu virtar. Sem stendur eru almennar fjöldatakmarkanir 20 manns og skal þá telja starfsmenn íþróttahúss og þjálfara með í þeirri tölu.
Almennt:
- Almennum fyrirmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir skal fylgt.
- Búningsklefar verða lokaðir og er ætlast til að iðkendur komi klæddir og noti ekki búningsklefa nema í ítrustu neyð.
- Öll óþarfa umferð um húsið er óheimil.