Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarstöð sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka færni einstaklingsins.
Um er að ræða eina 80% stöðu. Vinnutími 10:00 - 16:00
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nú stendur yfir endurskoðun skólastefnu Norðurþings og gerð læsisstefnu. Íbúum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum og er þessi könnun liður í samráði við íbúa.
Nú liggur fyrir að síðasta áætlunarflug á Húsavíkurflugvöll þennan veturinn næstkomandi föstudag14. mars en þá lýkur ríkisstyrktu flugi sem Norlandair hefur sinnt síðustu 3 mánuði. Hópur heimafólks fundaði með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í gær og sendi í framhaldi frá sér eftirfarandi áskorun:
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við Norðurþing og Alþýðusamband Íslands, stóðu fyrir opinni málstofu og pallborðsumræðum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sl. laugardag.
Samstarfið var skipulagt af Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúa Norðurþingsins.