Fara í efni

Ráðinn hefur verið verktaki til að sinna dýraeftirliti

Norðurþing hefur samið við Guðnýju Maríu Waage sem verktaka til að sjá um dýraeftirlit í sveitarfélaginu.

Guðný María hefur mikla reynslu í umgengni við hunda og ketti og mun sjá um almennt eftirlit með framkvæmd samþykkta um dýrahald og hafa eftirlit með lausagöngu hunda og katta.

Netfang Guðnýjar er dyr@nordurthing.is og hægt að hringja í síma 865-3398.