Skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 16.4.2024 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss á Röndinni við Kópasker skv. 1 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér nýja vegtengingu inn á eldissvæðið sem tengist þjóðvegi gegnt Kotatjörn. Skipulagssvæðið stækkar til austurs þannig að þá nái yfir fyrirhugaðan nýjan aðkomuveg, en meðfram Sléttuvegi eru mörk deiliskipulagsins við 30 m veghelgunarsvæði vegarins. Skipulagssvæðið stækkar úr 10,3 ha í 11,5 ha.