Snjóbræðsla á Stangarbakka
06.11.2024
Tilkynningar
Tilkynning frá Sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs
Skrúfað hefur verið fyrir snjóbræðsluna á Stangarbakkanum í vetur vegna bilunar í kerfinu.
Sveitarfélagið vinnur að því að ná utan um umfang væntanlegra framkvæmda til að koma kerfinu aftur í rétta virkni.
Búast má við að uppfærsla á kerfinu fari af stað með vormánuðum og má því gera ráð fyrir að snjóbræðsla á Stangarbakka verði óvirk í vetur. Stangarbakkastígurinn er mikið notaður til útivista af íbúum Húsavíkur og fyrir vikið mun sveitarfélagið efla snjómokstur og hálkuvörn á Stangarbakkastígnum í vetur.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.