Skoðanakönnun varðandi umferðarhraða á Raufarhöfn
06.11.2024
Tilkynningar
Vegna áskorana frá íbúum á Raufarhöfn stendur Norðurþing nú fyrir könnun á meðal íbúa Raufarhafnar og nágrennis um hvort lækka eigi hámarkshraða úr 50 í 30 km/klst í þorpinu.
Hámarkshraði í þorpinu er nú 50 km/klst, sem er leyfilegur hámarkshraði í þéttbýli skv. umferðarlögum - nema annað sé tekið fram.
Könnunin fer fram á vefnum betraisland.is og notast þarf við rafræn skilríki til að taka þátt.
Smellið hér til að taka þátt í könnun.
Könnuninni lýkur miðvikudaginn 13. nóvember á miðnætti.