Slökkvilið Norðurþings auglýsir starf aðalvarðstjóra laust til umsóknar
Slökkvilið Norðurþings er með starfsstöð á Húsavík og rekur útstöðvar á Kópaskeri og Raufarhöfn. Slökkviliðið er vel búið tækjum og hefur yfir að ráða öflugum hópi starfsfólks með mikla reynslu á sviði brunamála og almannavarna.
Starf aðalvarðstjóra felst meðal annars í eftirfarandi verkþáttum:
- Þjálfunarmálum slökkviliðs ásamt stjórnun og þjálfun á vatnsöflunarhópi liðsins
- Eldvarnareftirliti
- Vaktir hjá slökkviliði og á sjúkrabíl
- Almenn viðhaldsverkefni bíla, búnaðar og æfingaaðstöðu
- Skráningar í kerfi sem notuð eru af liðinu
- Skyndihjálpar- og slökkvitækjakennslu
- Almennri umhirðu og eftirliti búnaðar
Menntunarkröfur:
- Löggilding slökkviliðs og sjúkraflutningamanna
- Stjórnendanám hlutastarfandi slökkviliðs
- Stúdentspróf eða iðnmenntun
- Eldvarnareftirlitsmenntun
- Kennsluréttindi í skyndihjálp
- Aukin ökuréttindi, full C réttindi
Hæfniskröfur:
- Góð mannleg samskipti
- Geta sinnt almennum viðhaldsverkefnum bíla og búnaðar
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á rekstri hlutastarfandi slökkviliða
- Góð þekking á eftirfarandi kerfum sem slökkviliðið notar:
- Brunagátt
- Bjargargrunni
- Brunaverði
- Sitewatch
- Aðgerðagrunni almannavarna
Um er að ræða 100 % starf og eru greidd laun samkvæmt kjarasamningi LSS og SÍS.
Sótt er um starfið hjá slökkviðliðsstjóra, Grími Kárasyni grimur@nordurthing.is og gefur hann allar nánari upplýsingar um starfið.
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, viðurkenning á umbeðnum menntunarkröfum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2024.