Fara í efni

Opið fyrir umsóknir hjá Bjarg íbúðafélag um almennar íbúðir í Lyngholti 42-52 á Húsavík

Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir umsóknir um almennar íbúðir í 6 íbúða raðhúsi að Lyngholti 42-52 á Húsavík. Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar til útleigu í apríl 2025.

Um er að ræða 4ra herbergja íbúðir á einni hæð (3 svefnherbergi), sérbýli með litlum garði og allar íbúðir með tveimur bílastæðum.

Opnað var fyrir umsóknir 14. október 2024 og úthlutun hefst 15. nóvember 2024

Sótt er um á heimasíðu Bjargs íbúðafélags

Úthlutun geta þeir einir hlotið sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, litið til sl. 24 mánuði við úthlutun. Þá þurfa þeir sem fá úthlutun að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, sjá nánar hér: https://www.bjargibudafelag.is/leiga/uthlutunarreglur/

Bjarg íbúðafélag fékk stofnframlag vegna íbúðanna frá sveitarfélaginu Norðurþingi og HMS. Stofnframlög eru húsnæðisstuðningur í formi eiginfjár sem veitt eru annars vegar fyrir hönd ríkisins í gegnum HMS og hins vegar frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem almennar íbúðir eru staðsettar. Stofnframlög eru veitt til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði með það að markmiði að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur og kallast íbúðirnar almennar íbúðir.