200. fundir fastanefnda Norðurþings
Fastanefndir Norðurþings héldu nýverið fundi nr. 200 og voru þeir að venju bókaðir í fundargerðabækur. Fyrstu fundirnir voru haldnir í lok júní 2018 að loknum sveitarstjórnakosningum en þá hófu nefndirnar fyrst störf undir nöfnum fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fundur skipulags- og framkvæmdaráðs var haldinn 15. október sl. Einn starfsmaður sat bæði fund nr. 1 og fund nr. 200 og var það Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundur fjölskylduráðs var haldinn 5. nóvember sl. Tveir kjörnir fulltrúar sátu bæði fund nr. 1 og fund nr. 200 þær Helena Eydís Ingólfsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir. Þá sat einn starfsmaður báða fundina, Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundum nr. 200 en boðið var upp á veitingar að tilefni þessara tímamóta.
Skipulags- og framkvæmdaráð