Ratleikur Norðurþings var haldinn í fimmta sinn á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Settir voru upp skemmtilegir fjölskylduratleikir á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Yfir þrjátíu þátttakendur tóku þátt og skiluðu þeir svörum inn rafrænt.
Á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lagði ráðið til við sveitarstjórn að sex lóðum á Húsavík yrði úthlutað til nýbygginga íbúðahúsnæðis. Lóðirnar eru í Urðargerði, Hraunholti og Stakkholti. Alls er fyrirhugað að byggja einbýlishús og fimm fjögurra íbúða fjölbýlishús á þessum lóðum. Einnig samþykkti ráðið byggingaráform fyrir frístundahús á einni lóð í Kelduhverfi. Ráðið hefur ekki lagt til úthlutun svo mörgum lóðum á einum fundi í mörg ár og það verður gaman að fylgjast með framkvæmdum á þessu svæði næstu mánuði.
Norðurþing stendur fyrir fjölskylduratleik í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Við hvetjum fjölskyldur til þess að njóta samverunnar og fara í skemmtilegan ratleik saman. Ratleikir eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og hér má finna fyrstu vísbendingar.