Húsavíkurflug á áætlun næstu 3 mánuði
Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025.
Flugleiðin er ríkisstyrkt til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugleiðinni yfir vetrartímann en flugið er afar mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu.
Búið er að opna fyrir bókanir og er nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu flugfélagsins: https://www.norlandair.is/
Við hvetjum íbúa og atvinnulíf til að nýta sér flugið á meðan því er haldið úti næstu mánuði.
Til upplýsinga er afgreiðsla Norlandair á Reykjavíkurflugvelli hjá Air Iceland Connect.
Hér er áætlunin:
Miðvikudagar:
RKV-HZK ETD: 07:30
HZK-RKV ETD: 08:50
RKV-HZK ETD: 15:30
HZK-RKV ETD: 16:50
Föstudagar:
RKV-HZK ETD: 15:30
HZK-RKV ETD: 16:50
Sunnudagar:
RKV-HZK ETD: 16:10
HZK-RKV ETD: 17:30