Fara í efni

Fréttir

Úr húsnæðisáætlun Norðurþings 2024

Húsnæðisáætlun Norðurþings 2024 samþykkt

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2024 samþykkt samhljóða. Hlutverk húsnæðisáætlunar er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.
24.01.2024
Tilkynningar
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur í Norðurþingi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur í Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2024 að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felur í sér breytingu á byggingarreit við Naustagarð 2 og tilfærslu á bílastæðum.
24.01.2024
Fréttir
Laus staða fjölmenningarfulltrúa

Laus staða fjölmenningarfulltrúa

Norðurþing óskar eftir að ráða fjölmenningarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða ótímabundið starf sem er allt að 75% starfshlutfall. Fjölmenningarfulltrúi er ráðgefandi í málefnum innflytjenda og nýrra íbúa og starfar náið með sviðsstjórum og öðrum stjórnendum sveitarfélagsins. 
23.01.2024
Tilkynningar
Grenndargámar á Kópaskeri

Grenndargámar á Kópaskeri

Sett hefur verið upp grenndarstöð á Kópaskeri til söfnunar á málmi, gleri og textíl.
16.01.2024
Tilkynningar
Mynd AG

141. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Fyrirhugaður er 141. fundur sveitarstjórnar Norðurþings, föstudaginn 22. desember kl. 10:00 í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík.
16.01.2024
Tilkynningar
Fjölmenningarfulltrúi - Multicultural represntative

Fjölmenningarfulltrúi - Multicultural represntative

Frá árinu 2018 hefur starfað fjölmenningarfulltrúi í Norðurþingi sem gegnir því hlutverki að vera tengiliður sveitarfélagsins við nýja íbúa og innflytjendur.
15.01.2024
Fréttir
Skoðun leikvalla - íbúum boðið að hafa áhrif

Skoðun leikvalla - íbúum boðið að hafa áhrif

Samkvæmt framkvæmdaáætlun leikvalla sem samþykkt var árið 2022 hjá fjölskylduráði Norðurþings á að byggja upp tvo leikvelli á Húsavík, ásamt því að byggja áfram upp leikvelli á skólasvæðum sveitarfélagsins. Annar er staðsettur í norðurbæ á milli Höfðavegar og Laugarbrekku en ekki liggur fyrir staðsetning á vellinum sem staðsettur á að vera í suðurbænum. Samþykkt var að fara með málið í íbúasamráð og niðurstaðan verður leiðbeinandi fyrir fjölskylduráð í ákvarðanatöku vegna framtíðarstaðsetningu leikvallar í suðurbænum.
10.01.2024
Fréttir

Laus staða yfirfélagsráðgjafa

Norðurþing auglýsir eftir yfirfélagsráðgjafa til starfa hjá félagsþjónustu Norðurþings. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
10.01.2024
Tilkynningar

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings fyrir árið 2023

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings fyrir árið 2023.
09.01.2024
Fréttir
Íslenska gámafélagið og Norðurþing biðja íbúa að huga vel að flokkun

Íslenska gámafélagið og Norðurþing biðja íbúa að huga vel að flokkun

Íslenska gámafélagið og Norðurþing biðla til íbúa að huga betur að flokkun heimilissorps.
09.01.2024
Fréttir
Skipulagstillögur á vinnslustigi - opið hús á Kópaskeri

Skipulagstillögur á vinnslustigi - opið hús á Kópaskeri

Fimmtudaginn 11. janúar milli kl. 11:00-13:00 verður skipulagsfulltrúi Norðurþings með opið hús að Öxi, Bakkagötu 10 á Kópaskeri
08.01.2024
Fréttir
Breyttur opnunartími í sorpmóttöku á Raufarhöfn

Breyttur opnunartími í sorpmóttöku á Raufarhöfn

Frá og með áramótum 2024 verður opnunartími sorpmóttöku á Raufarhöfn styttur í þá veru að lokað verður á laugardögum. Eftir sem áður verður sorpmóttakan opin á miðvikudögum frá 15:00 til 17:00 og á föstudögum frá 13:00 til 15:00
04.01.2024
Tilkynningar