Nýr opnunartími á bókasafninu á Raufarhöfn
16.08.2024
Tilkynningar
Bókasafn Norðurþings á Raufarhöfn verður opnað eftir sumarfrí þriðjudaginn 20. ágúst 2024 og verður nýr opnunartími í gildi frá og með þessum degi.
Einnig bjóðum við Gunni Árnadóttur hjartanlega velkomna sem nýjan starfsmann á bókasafninu á Raufarhöfn.
Bókasafnið er staður fyrir alla, við bjóðum ný og gömul andlit velkomin til að koma við, fá lánaðar bækur, lesa eða bara kíkja við í stutt spjall.
Opnunartími:
Þriðjudaga 16:00-20:00
Fimmtudaga 16:00-19:00
og fyrsta laugardag hvers mánaðar verður opið frá 11:00-15:00
Á næstu mánuðum ætlum við að halda smærri viðburði á opnum laugardögum.
Bókasafnið er staðsett í skólahúsinu.